Barbie: Prinsessan og Smælinginn
Hér er á ferðinni teiknimynd um Barbie, sem hér bregður sér í gervi prinsessunar úr hinu fræga ævintýri Marks Twain, Prinsessan og smælinginn. Prinsessan Anna Lísa lifir hinu ljúfa lífi í höllinni og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu, en hún veit ekki að í þorpi í nágrenninu er fátæka stúlkan Erika sem er nauðalík prinsessunni að öllu leyti. Hún býr hins vegar ekki við nærri því sömu aðstæður og prinsessan, heldur við fábrotnar aðstæður í litlu húsi. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman einn daginn og þegar illmenni rænir prinsessunni. Erika ákveður að reyna að bjarga henni, en til þess þarf hún að þykjast vera prinsessan, sem er hægara sagt en gert, sérstaklega þegar konungur nokkur verður yfir sig ástfanginn af henni.
- Ár: 2004
- Land: Canada
- Genre: Animation, Family, Comedy
- Stúdíó: Mainframe Entertainment, Mattel, Lionsgate Home Entertainment
- Lykilorð: princess, musical, based on toy
- Leikstjóri: William Lau
- Leikarar: Kelly Sheridan, Melissa Lyons, Julie Stevens, Mark Hildreth, Mark Luna, Alessandro Juliani